Föstudagsfjör

Þá er komið að föstudagsfjörinu.  

FÖSTUDAGSFJÖR

Uppskrift vikunnar:  Ætli það sé ekki bara mánudagsdrykkurinn okkar, sem verður þá að föstudags eða laugardagsdrykki.. GINGER MOJITO

Vefsíðan:  Hér er leitarvél sem sérhæfir sig í matarbloggum: foodblogsearch.com

Vínið:   Cuvelier Los Andes, fæst reyndar ekki hér heima en mæli með því ef þið eruð á ferðinni, en hér heima mæli ég með Columbia Crest Grand Estates, Merlot frá Bandaríkjunum.

Random uppskrift frá matarblogginu mínu: Þessir er nú ekki valin hjá mér alveg af handahófi en ég er að fara að borða svona í kvöld hjá góðu fólki sem komu mér upp á bragðið. Og nú er það árlegur viðburður hjá okkur að fara í mat til þeirra í sveitakæfu.  Hættulega gott.. 

Tónlist:  Krakkarnir í Vicky koma manni í rokkara gírinn fyrir kvöldið, skellið í ykkur einum þreföldum af Ginger Mojito á meðan þið hlustið á Blizzard með Vicky.

Ljósmynd vikunnar: Það var ekki leiðinlegt að fara til New York, draumastaður þeirra sem hafa gaman að því að borða, það get ég sagt ykkur. Maður dó ekki úr hungri. Við náðum í vorið í enda ferðarinnar, það var dásamlegt.

Vor í NY


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband