Chilpotle in adobo sauce dósin vígð!

Ég næ að skrifa þessa færslu á meðan dóttirin leikur sér með kúrekastígvélin mín og frostpinna...eða ekki, frostpinninn er komin ofan í stígvélin..brb

 

Fyrsti rétturinn sem var eldaður var með chilpotle-inu var mjög beisik. 

chilpotle 

Baunastappa með Chilpotle in adobo sauce

  • Mixed beans frá biona organic (fæst víða)
  • 2 tsk sósan frá Chilpotle in adobo sauce dósinni
  • 1 hvítlauksrif

maís mjöl

 

Tortillur úr maís hveiti

  • Maíshveiti
  • vatn
  • salt

Gerið deig, mótið úr því litlar kúlur, fletjið kúlurnar út með því að setja þær á milli tveggja smjörpappírsblaða og þrýsta ofan á þær með t.d litlu skurðbretti.

Tómatsalsa

  • Tómatar
  • Maís úr dós
  • Ananas úr dós 
  • Salt
  • Pipar

 

Maukið allt saman í matvinnsluvél, frekar gróft samt.  Hlutföllin hér eru ekki svo nákvæm, ég notaði 2 tómata, eina ananas sneið og 3 msk maísbaunir, smá salt og pipar.

chilpotle

Ég hef ekki séð chilpotle in adobo sauce hér heima, en þetta er í svo mörgum  uppskriftum sem ég hef verið að lesa og mig hefur langað að smakka hana, en ég er mikið fyrir chile af öllum stærðum og gerðum.

Ég keypti þrjár dósir (þetta er í niðursuðudósum) og nú er að finna eitthvað af þessum uppskriftum. Ein sem ég man eftir í fljótu bragði er að gera kalda sósu með mæjónesi.  

Það er víst hægt að búa til svona frá skrats, hef ekki prófað það en það má gúggla Chilpotle Adobo sauce Recipes.

Ég fann þessa linka sem ég ætla að kíkja betur á:

http://www.inspiredtaste.net/3506/agave-salmon-burgers-with-chipotle-mayonnaise 

http://www.bigoven.com/recipe/15956/adobo-sauce

http://patismexicantable.com/2011/02/chipotle-chiles-in-adobo-sauce.html

http://www.grouprecipes.com/108319/chipotles-en-adobo-chipotles-chili-in-adobo-sauce.html 

http://www.cheftalk.com/forum/thread/31924/wanted-adobo-sauce-recipe  

 

Og víkjum okkur að listum.  Vinkona mín, Rakel Mcmahon, er með skemmtilegan gjörning á Sequence hátíðinni, hann er að Grandagörðum 16 og í dag er síðasti sýningardagur.  Mæli með því að kíkja þangað í sunnudagsbíltúrnum, þar eru líka fleiri ungir og hæfileikaríkir listamenn að sýna.

mcmahon 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband