Étið í New York... og sushi með hýðishrísgrjónum, mæli með þvi!

Það hefur verið fátt um færslur síðustu daga þar sem ég fór í reisu til New York.

central park 

central park 

Á to do listanum mínum var meðal annars:

- Borða kúbu samloku

- Kaupa local vín

- Fá mér New York slice

- Kaupa Chilpotle í Adobo sósu sem ég hef ekki fundið hér heima

- Kaupa maís hveiti til að gera mexikóskar tortillas (ekki maís mjöl sko)

- Fá mér sushi

- Fara á indverskan stað 

- Kaupa skemmtileg krydd

- Versla skemmtilegar matreiðslubækur, var með nokkrar vel valdar í huga

- Rölta um og njóta mannlífsins

- Skemmta mér með dóttur minni og manni á barnvænum vettvangi

- Eyða tíma með góðri vinkonu sem var svo vinarleg að taka á móti okkur og fá mér rauðvín með henni. 

ny 

Eitt af því sem ég gerði ekki á þessum lista var að fara á Indverskan, en við fórum á stað frá Sri Lanka í staðin... 

Þetta er svona sirka það sem var á listanum....minna um það að fara að skoða styttur og söfn, það verður bara að vera næst. Það er ómögulegt að sjá allt sem manni langar í einni stuttri ferð, en New Yok hefur upp á svo óendanlega margt að bjóða...ÓENDANLEGA margt.

sushi 

Fyrsta máltíðin í NY var sushi, gert úr hýðishrísgrjónum, ég mæli eindregið með að þið prófið það!

Súper dúper hollt Sushi...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

dáist að matnum þínum,, en líka myndunum,,,, skemmtilegt,,,

Daði Hrafnkelsson, 9.4.2011 kl. 19:57

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Takk og sömuleiðis kæri smábóndi! Ég fylgist spennt með búskapnum þínum, og var ekkert smá "öfundsjúk" þegar ég sá slotið þitt!

Bið að heilsa hænunum!

Soffía Gísladóttir, 9.4.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband