9.4.2011 | 19:29
Étið í New York... og sushi með hýðishrísgrjónum, mæli með þvi!
Það hefur verið fátt um færslur síðustu daga þar sem ég fór í reisu til New York.
central park
Á to do listanum mínum var meðal annars:
- Borða kúbu samloku
- Kaupa local vín
- Fá mér New York slice
- Kaupa Chilpotle í Adobo sósu sem ég hef ekki fundið hér heima
- Kaupa maís hveiti til að gera mexikóskar tortillas (ekki maís mjöl sko)
- Fá mér sushi
- Fara á indverskan stað
- Kaupa skemmtileg krydd
- Versla skemmtilegar matreiðslubækur, var með nokkrar vel valdar í huga
- Rölta um og njóta mannlífsins
- Skemmta mér með dóttur minni og manni á barnvænum vettvangi
- Eyða tíma með góðri vinkonu sem var svo vinarleg að taka á móti okkur og fá mér rauðvín með henni.
Eitt af því sem ég gerði ekki á þessum lista var að fara á Indverskan, en við fórum á stað frá Sri Lanka í staðin...
Þetta er svona sirka það sem var á listanum....minna um það að fara að skoða styttur og söfn, það verður bara að vera næst. Það er ómögulegt að sjá allt sem manni langar í einni stuttri ferð, en New Yok hefur upp á svo óendanlega margt að bjóða...ÓENDANLEGA margt.
Fyrsta máltíðin í NY var sushi, gert úr hýðishrísgrjónum, ég mæli eindregið með að þið prófið það!
Súper dúper hollt Sushi...
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
dáist að matnum þínum,, en líka myndunum,,,, skemmtilegt,,,
Daði Hrafnkelsson, 9.4.2011 kl. 19:57
Takk og sömuleiðis kæri smábóndi! Ég fylgist spennt með búskapnum þínum, og var ekkert smá "öfundsjúk" þegar ég sá slotið þitt!
Bið að heilsa hænunum!
Soffía Gísladóttir, 9.4.2011 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.