Glettilega góð fiskisúpa

Mér finnst fiskur rosalega góður og hægt að elda hann á svo marga vegu en samt dett ég of oft í nautahakks pakkann og eitthvað allt annað en fisk. 

Veit ekki hvað það er, hann er kannski ekki nógu djúsí, svona þegar maður er svangur að versla í matinn....sem maður á víst ekki að gera, að fara svangur að versla. 

En undanfarið hef ég borðað mjög mikið af fiski og í gær gerði fiskisúpu úr því sem til var.  Ég var að glugga í bókina Betri kostur - fiskréttir og þar er uppskrift af fiskisúpu. Ég ákvað að styðjast við þá uppskrift.

Svona varð mín útgáfa

fiskisúpa

Glettilega góð fiskisúpa

  • 1/2 kg ýsa
  • Smá lax (átti um 2-300 g)
  • Rækjur, um 1 dl
  • Laukur eftir smekk
  • Hvítlaukur eftir smekk
  • 2-3 saxaðir tómatar
  • Tómatsósa í dós eða tómat paste
  • Kartöflur, ég notaði um 5 stk
  • 1 tsk cumin
  • Lúka af grænum baunum
  • 1 tsk fiskikrydd frá Prima, rann út fyrir 3 árum..
  • Safi úr 1/2 sítrónu, mætti líka rífa smá af berkinum út í
  • 2-3 msk matarolía
  • Lúka af steinselju
  • Smá ferskur parmasen ostur

Svitið lauk og hvítlauk í olíunni. 

Bætið við kartöflum, vatni, salti og pipar, sjóðið í 10 mín.

Bætið við tómötum, tómatsósu eða tómatpaste, cumin, smá sítrónu, grænum baunum og fiskinum sem þið notið og rækjum.  Sjóðið í 10 mín. Bætið við steinselju og parmasen osti. 

Berið fram með góðu baguette og glasi af shiraz.  Hafið smá steinselju á borðinu og parmasen ost

til að rífa út í súpuskálina.

fiskisúpa

NB: Ef þið eigið einhver góð fiskikrydd endilega prófið þau í þessa súpu.  Grænu baunirnar (sem ég átti í frysti) voru súper góðar í þessa súpu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

langar í matinn þinn,,,,

Daði Hrafnkelsson, 9.4.2011 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband