Micro green ræktun, DAGUR 3

Dagur 3

Spírurnar alveg blómstra hjá mér. Það þarf bara að skola af þeim kvölds og morgna og sjá til þess að moldin hjá brokkólífræunum sé rök.

spíra

Ef maður gægist undir moldina sér maður að fræin eru byrjuð að opna sig, og sólblómafræin eru flott.

fræ

Síðan hef ég verið að setja niður ýmisleg fræ og þar er allt að gerast í jalapeno, chilli og tómatplöntunum.  Ég nota eggjabakka þegar ég er að koma þeim til og færi litlu skinnin yfir í blómapotta þegar þau eru komin á legg. 

Ég ætti eiginlega að fleygja niður paprikufræjum.  Ég hef tekið fræ úr paprikum sem ég kaupi út í búð og sett fyrst í vatn og svo mold.  Það virkar vel.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband