Micro green ræktun, DAGUR 2 ...og kartöflubrauðið

Þá er það dagur tvö í ræktuninni, þar sem við fáum spírur og salat á met tíma, eða 5-6 dögum.  Sólblómafræin eru farin að spíra en minna er að gerast undir moldinni hjá brokkólífræunum.

brokkólífræ

Dagur 2, Brokkólífræ

Vökvið aðeins yfir fræin til að halda þeim rökum.  Annars ekkert sem þarf að gera fyrir þau.

 

sólblómafræ

Dagur tvö, Sólblómafræ

Skolið fræin með því að hella vatni í flöskuna og látið allt vatn leka úr flöskunni.  Hristið fræin aðeins til svo þau liggi vel í flöskunni sem þið svo látið liggja á hliðinni.

 sólblómafræ

Og þau eru strax byrjuð að spíra.

 

 

kartöflubrauð

Og á öðrum nótum:  Ég gerði kartöflubrauðið aftur, í þetta sinn setti ég kartöflurnar í hrærivélina með öllu öðru svo þær urðu að þéttari massa, frekar en að setja þær í bitum út í og hræra varlega svo þær haldi lögun.  Þetta var mjög gott, en ég mun eflaust næst gera brauðið eins og ég gerði fyrst, að setja kartöflurnar varlega út í deigið svo þær fari ekki í algjört mauk.

Kartöflurnar gera brauðið "moist" þannig að ég held að það sé erfitt að klúðra þessari uppskrift. En brauðin mín eiga það til að verða of þétt í sér svo manni langar ekki að borða þau, frekar nota þau fyrir hamar.

Hér er uppskriftin af kartöflubrauðinu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband