9.3.2011 | 20:54
Rósettur - nćstum ţví steiktar pönnukökur
Ţá er ég búin ađ vígja rósettugrćjuna. Ţetta er í sjálfu sér djúpsteikt pönnukökudeig međ fancy ađferđ.
Ţessar rósettur koma frá Noregi og er bara krúttaralega skemmtilegt og smakkast mjög vel.
(ein var of lengi í pottinum...)
Rósettur
- 2 egg
- 1 msk sykur
- 1 tsk salt
- 2 msk olía
- 2.5 dl mjólk
- 2.5 dl hveiti
- 1 tsk vanilludropar (ef ţiđ viljiđ)
- Olía til djúpsteikingar
Ţeytiđ egg, salt og sykur. Bćtiđ viđ olíu og svo mjólk og hveiti til skiptis, hrćriđ vel. Deigiđ á ađ vera eins og pönnukökudeig. Mér fannst koma vel út ađ hafa sama magn af hveiti og mjólk.
Hitiđ rósettujárniđ í olíunni, dreypiđ af ţví. Setjiđ ţađ í deigiđ og svo ofan í pottinn. Ţađ tók mig ekki nema 5 sek ađ steikja hverja rósettu, hugsanlega hefur olían veriđ ađeins of heit, en talađ er um 20-30 sek í sumum uppskriftum.
Hér er fínasta myndband sem sýnir hvernig fariđ er ađ.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.