það var ævintýramennska í eldhúsinu í kvöld. Við keyptum rosalega meyrt og gott folalda fille. Gerðum steik úr part af því í gær og í kvöld hökkuðum við það sem eftir var með eggi, byggflögum og kryddum og bárum fram með því það sem til var í ísskápnum. Úr varð:
Folaldaborgari með brie, pomegranate, steinseljurótarmauki og möndlum
Folaldaborgari:
- Folaldafille (ca 300 g)
- 1 egg
- lúka af byggflögum
- Salt
- Pipar
- chilepiparduft
- Fersk steinselja, ein lúka
- Hvítlauksrif
- Rifinn börkur af einu kumquat og kreist úr honum
- 2-3 msk svört sesamfræ
Kjötið hakkað og öllu blandað saman í skál og hrært saman með gaffli. Mótið buff og steikið á grillpönnu eða útigrilli.
Brie
- Hálfur brie
Osturinn skorinn í sneiðar og settur á smjörpappír og undir grill í ofni þar til hann bráðnar vel. Kælið hann svo ögn til að hann harðni aðeins.
Steinseljurótarmauk
- 2 Steinseljurætur
- 2 dl mjólk (eða rjómi)
- Salt
- Pipar
- Smjör
Skerið rótina í smáa teninga og sjóðið í mjólkinni (eða rjóma). Saltið og piprið. Leyfið smá smjörklípu bráðna útí. Maukið þar til það verður silkimjúkt.
Möndlugrín
- Lúka af möndlum
- Fræ innan úr einu granatepli (pomegranate)
Ristið möndlur á pönnu, bætið granateplafræum við og hitið í 1-2 mínútur. Látið standa úti á borði í skál.
Kartöflu og steinseljurótarskífur
Skerið kartöflur og steinseljurót í þunnar skífur. Djúpsteikið.
Ég skar svo steinseljurótarskífurnar með hringskera til að fá fallegara form á þær.
...Herlegheitin borin fram með panini grilluðu jacob´s pita brauði, ferskri steinselju og sinnepssósu (sýrður, dijon, sætt sinnep, salt, pipar, hvítlaukur og agavesýróp).
Í glasinu var svo Black river, Merlot, 2008 frá Argentínu. Það var bara ágætt.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.