15.2.2011 | 13:05
Lambaborgari með avacado, kirsuberjatómötum og mangó
Ég verð að blogga um þennan borgara áður en ég gleymi öllu því sem í hann fór. Ég keypti myndarlegan lambavöðva sem fór beint í hakkavélina og út kom þetta mega flotta lambahakk. (Það er líka hægt að mauka þessu saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota....)
Lambaborgarar
Hakk:
- Lambahakk (300 g)
- 1 egg
- Lamb rub, krydd frá NOMU, 2-3 tsk
- Lúka af byggflögum
- Salt
- Pipar
- Hvítlaukur
- Fersk mynta, mjög smátt skorin
- 1 msk ólífuolía
Hnoðið þetta allt vel saman með sleif eða höndunum. Kreistið hakkinu á milli fingranna, það er svo notalegt.Mótið úr þessu tvö buff. Steikið á grillpönnu. (Eða venjulegri pönnu eða útigrilli)
Svo setti ég nokkrar sneiðar af brie osti á smjörpappír og inn í ofn og grillaði smá, þar til hann var farin að bráðna.
Hitaði hamborgarabrauð...
Mangó, tómat salsa:
Skar niður mangó í litla teninga og steikti á pönnu upp úr smjöri, skar kirsuberjatómata í tvennt og setti á pönnuna með mangó. Salt og pipar. Bandaði þessu við avacado sem ég skar í teninga og saltaði.
Gerði sinnepssósu, sýrður rjómi, agave sýróp, dijon, sætt sinnep og salt.... öllu hrært vel saman.
(4 msk sýrður, 1 msk agave, hálft msk af dijon og 1 msk af sætu, eða eitthvað svoleiðis, setjið slettu af hinu og þessu og bætið svo við því sem á vantar, meira sinnep ef hún er of sæt, meira sýróp ef þið viljið hana sætari ....og svo salta til að komplimenta bragðið)
Brauð, sósa, salatblað, lambaborgari, rauðlaukur
og
Brauð, sósa, ostur, mangó tómatsalsa
...skellið brauðunum saman og berið fram með heimagerðum djúpsteiktum frönskum.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.