Öðruvísi ostakaka, þessi er borin fram með nachos og salsa

Ég var með uppskriftir í kökublaði vikunnar fyrir síðustu jól og fyrir þá sem ekki náðu sér í eintak þá er hér uppskrift af aðeins öðruvísi ostaköku, en þessi er með salsa og borin fram með nachos.

Mér finnst þessi langtum betri á meðan hún er borin fram heit.  Og alveg must að vera með góða ostasósu, jafnvel guacamole og allt þetta góða sem maður ber fram með taco eða burritos. 

 ostakaka

 

Ostakaka með nachos og salsa

  • 4 dl muldar nachos flögur
  • 50 g smjör (mjúkt við stofuhita)
  • 400 g rjómaostur
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 3 egg
  • 4 dl rifinn ostur(brauðostur, mossarella eða cheddar)
  • 2,5 dl salsa sósa
  • 1/2 vöndur kóríander
  • 1 tsk salt
  • 200 g cheddar ostasósa (t.d Casa Fiesta cheese dip)
  • 150 g sýrður rjómi

 

Hitið ofninn í 180°c Blandið saman muldum nachos flögum og smjörinu og þrýsið því niður í botn á 26 sm (10") smurðu kökuformi, með smellu.

Bakið í 12 míútur og kælið.

Blandið saman í matvinnsluvél rjómaosti og einni dós sýrðum rjóma og hrærið vel saman.

Bætið því næst við eggjum, einu í einu og svo rifnum osti og hrærið saman. Setjið út í að lokum salsa sósuna, salt og kóríander og blandið vel saman.

Setjið blönduna í kökuformið ofan á nachos mulningin og bakið í 40-50 mínútur.

Hrærið saman með gaffli cheddar ostasósunni (Casa Fiesta cheese dip) og 150 g sýrðum rjóma og hellið ofan á ostakökuna.

Bakið hana í 10 mínútur til viðbótar.

Kælið ostakökuna örlítið.

Dreyfið úr heimagerðu tómat salsa ofan á kökuna. (Einnig er gott að smyrja sýrðum rjóma ofan á ostakökuna áður en tómat salsað er sett á. Það mætti líka nota keypta salsa sósu í staðin fyrir þá heimagerðu. )

 ostakaka

Tómat salsa

5 tómatar (eða ein dós "diced tomatoes" t.d frá Eden)

3-4 sneiðar niðursoðinn jalapeño

3 vorlaukar

1 lúka ferskur kóríander

Salt og pipar

Skerið tómatana í fremur smáa teninga, skerið laukinn og jalapeño piparinn smátt. Saxið kóíander. Blandið öllu saman og saltið og piprið eftir smekk.

Uppskriftin miðar við venjulegt kökumót en myndirnar sýna köku sem ég hafði skorið svo niður með litlu hringmóti...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband