6.2.2011 | 12:54
Klattar með byggflögum
Þá er ég búin að prófa allar byggafurðirnar, nú síðast byggflögurnar sem eru mjög skemmtilegar undir tönn. Bar fram með þeim egg frá hænsnabóndanum í Kjósinni.
Það góða við klatta er að það þarf ekki að vera með neinar svakalega nákvæmar mælingar á hlutföllum hráefnis. Ég byrjaði á því að setja í skál allt þurrefni, svo eggið og ab mjólk og kláraði dæmið með að setja mjólk þarf til þetta var orðið hæfilega þunnt/þykkt. (Má ekki vera of þunnt.)
Klattar með byggflögum
- 1 dl Hveiti
- 1 dl Byggflögur
- 1 tsk salt
- 1 msk sykur
- 1 tsk matarsódi
- 1 egg
- 1/2 - 1 dl Ab mjólk
- Smá mjólk eftir þörfum
- 2 msk matarolía
Fyrst set ég þurrefni í skál, svo egg, ab mjólk og að lokum mjólk þar til deigið er orðið hæfilega þykkt. Þá bý ég til úr þessu klatta (lummur).
Svo væri ekki verra að bera fram með þessu smá reyktan lax.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 9.5.2012 kl. 16:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.