Pizza með lambapepperoni og emmental osti, borið fram með Gnarly Head

Ef þið eruð eins og ég og eigið til að setja alltaf sama áleggið á pizzuna af gömlum vana og af því að það er bara svo gott en langar að prófa eitthvað nýtt þá er hér skemmtileg leið til að brydda upp á nýjugum í áleggi.

Fletjið út nokkra 8" botna og finnið ykkur góðan félagsskap og góð vín og skiptist á að búa til pizzur úr því sem til er.  Gætuð keypt nokkur exótísk eða skemmtileg hráefni, spennandi osta, spennandi grænmeti eða lambakjöt....

pizza

Það er svo alveg makalaust hvað ótrúlegustu hlutir smakkast vel, ég gerði t.d einu sinni pizzu með grísalund, súrum gúrkum og sinnepssósu og hún var hrikalega góð.  Ég ætlaði ekki að þora því en lét vaða og sé ekki eftir því.

Það er hægt að kaupa fínar "pepperonistangir" úr lambakjöti frá Fjallalambi, þetta fæst í nokkrum búðum eins og kemur fram á heimasíðunni þeirra.

emmental

Ég bitaði þær niður og setti ofan á pizzu, það var ekki vont.  Einnig átti ég smá emmental ost, ferska basil og shallot lauk, þetta var fínt kombó.

Ég sá mynd af geðveikt girnilegum hamborgara með þykka sneið af emmental, það verð ég að prófa einhvern tíman.

gnarly head

Með pizzunni drukkum við Gnarly  frá Californiu, Old vine zinfandel, ferlega fínt vín.  Þetta er svona pizzu og bbq vín. Ég ætla að prófa þetta vín aftur við tækifæri.  Svo var ég að kaupa ný kristals vínglös, kannski það hafi gert vínið betra...

Góða helgi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband