3.2.2011 | 21:16
Brandade, saltfisksréttur í tapas veislu á hlaðborðið eða sem forréttur, einfaldur og flottur réttur
Brandade er mjög góður saltfisksréttur og getur verið borinn fram kaldur eða heitur. Það eru til ýmsar útfærslur á þessum rétt. Það ætti t.d ekki að nota kartöflur, en það samt alveg gott líka. Næst ætla ég að prófa hann án þess að nota kartöflur.
Svona varð mín útgáfa af Brandade
- 500 g saltfiskur
- 3 mjög litlar kartöflur eða 1 stór (eða bara eftir smekk)
- Slatti af ólífuolíu (örugglega 1 dl)
- 1-2 rif hvítlaukur
- Salt
- Pipar
Sjóðið saltfiskinn (tekur ca korter). Roðflettið og passið að fjarlægja öll bein. Setjið fiskinn í matvinnsluvél ásamt slatta af ólífuolíu, pressuðum hvítlauk, pipar og salti eftir smekk og soðnum kartöflum ef þið viljið. Eflaust óþarfi að nota mikið salt ef fiskurinn er saltur fyrir.
Allt maukað vel, þar til blandan er orðin flauelsmjúk. Borið fram með grilluðu baguettesneiðum.
Ef þið viljið bera hann fram heitan setjið hann þá í eldfast mót og í ofn í smá stund áður en hann er borinn fram.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.