2.2.2011 | 19:11
Súpa með Cannellini baunum og grillaðri papriku
Ég gerði mjög milda en góða súpu, hún var ætluð barni þannig að ég hafði hana einfalda. Það má svo dansa í kringum þessa súpu og krydda að vild. Ég var með smá ferska basil sem fór vel með.
Súpa með Cannellini baunum og grillaðri papriku
- 1 dós canelli baunir
- 2 paprikur, settar í ofn á grill þar til skinnið brennur
- 2 shallot laukar
- 1 hvítlauksrif
- Salt og pipar
- Fersk basil
- Smá rjómi til að bæta á þegar súpan er borin fram
- Olía
Saxið lauk og svitið hann ásamt hvítlauk. Bætið við paprikunni og baunum, salti og pipar. Ég lét þetta malla í nokkrar mínútur áður en ég bætti við um hálfum líter af vatni. Sauð þetta saman og setti svo í blender, maukaði það vel og aftur í pott. Þá er þetta komið. Setti súpu á disk og bar fram með smá rjóma (mætti þeyta hann lauslega, en ekki nauðsynlegt) og feskri basil.
Þetta var mjög gott, ég ætla að halda áfram að þróa þessa. Það mætti t.d bæta við sætum kartöflum eða öðrum baunategundum, tómötum og svo væri hægt að krydda hana með ferskum kryddjurtum að eigin smekk.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Frábær súpa, takk fyrir mig.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 22:51
Verði þér að góðu, bjó til aðra milda og góða áðan úr sætum kartöflum, bý til svoleiðis handa okkur við tækifæri.
Soffía Gísladóttir, 3.2.2011 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.