Aðeins meir um bankabygg

Ég er enn að elda eingöngu úr íslensku hráefni.  Það gengur vel og þetta er skemmtileg tilraun, sem meðal annars hefur orðið til þess að ég er farin að borða fisk 3-4 x i viku.  Og það fisk án stæla, eldamennskan er einfaldari hjá mér en nokkru sinni fyrr.  

Vinkona mín var í mat hjá okkur um daginn, þannig að ég sendi kærastann út eftir fisk.  Og ég fattaði það svo daginn eftir að þetta var tilgerðarlausasta "matarboð" sem ég hef haft.   Soðin saltfiskur, steiktur steinbítur og soðnar kartöflur, borið fram með smjöri.  Engar sósur og engar krúsídúllur...

fiskur og kartöflur

Matargesturinn borðaði af disknum með bestu lyst, hún elur manninn austan við læk og er sannur sveitungur sem kallar ekki allt ömmu sína.  Allt á disknum hennar var íslenskt, nema eins og hún orðaði sjálf, þá fékk hún sér smá af svarta kryddinu, sem við heimilisfólk gerðum ekki þar sem það er ekkert íslensk við svartan pipar.

Ég gerði klatta um daginn með byggmjöli og soðnu bankabyggi, mjög fínir klattar.

Ég sauð einn bolla af bankabyggi á móti þremur af vatni og fékk fullann pott sem ég er enn að reyna að koma út.  Svo gerði ég aftur byggmjölsklatta og í þetta sinn bætti ég við þá bankabyggi.  Hlutföllin voru nokkurnvegin svona (ekki svo nojið, bara að þykktin sé á við klattadeig).

  • 1.5 dl Byggmjöl
  • 1.5 dl Bankabygg (soðið)
  • 1.5 dl Ab mjólk
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1 egg
  • 1-2 msk bráðið smjör
  • Mjólk til að fá rétta þykkt, ég notaði um hálfan dl.

Blandað saman í skál með sleif og bakað á pönnu úr olíu eða smjöri eins og hefðbundna klatta (lummur).

Ljómandi gott með sykri eða sýrópi eða steiktu eggi....

 

Á ensku nefnist bankabygg Barley og hér er síða með fullt af uppskriftum.

Og þá er ég komin með nóg af bankabyggi í bili sem ég mun annars nota mikið í framtíðinni.

 

Í bók Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, Íslenzkir þjóðhættir, er skemmtileg lesning um matarhætti íslendinga fyrr á öldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband