4.1.2011 | 22:14
Steikt ýsa, heimilismatur eingöngu eldaður úr íslensku hráefni.
Þegar ég las þessar greinar og var um leið að pæla í íslensku hráefni og hvort hægt sé að borða eingöngu íslenskt þá var það fyrsta sem ég hugsaði að það er hægt en það er samt ekki það sem mig langar.
Ég get ekki verið án ólífulíunnar, balsamico, parmagiano reggiano, brauðhveitis, sólblómafræja, ávaxta, 70 % súkkulaði, rauðvíns, allra heimsins krydda og svo mætti lengi telja.
En mér finnst búið að vera gaman að spá í íslensku hráefni og mun stúdera það í einn mánuð og reyna eingöngu að elda úr því. Ég fattaði t.d að ég var alveg hætt að borða hreint skyr, eins og það er nú gott. Svo fór ég að elda úr byggmjöli og bankabyggi. Það kom margt skemmtilegt út úr því.
Ég mæli eindregið með að þið prófið að bera fram soðið bankabygg með matnum í staðin fyrir hrísgrjón stundum.
Tæknin gerir okkur kleyft að fá innfluttan mat frá öllum heimshornum sem er alveg frábært. En það er ekki vitlaust að spá aðeins í það sem fer ofan í innkaupakerruna. Hvaðan kemur grænmetið og ávextirnir, hversu ferskt er það? Er það "in season" í því landi sem það er frá og hvað með eitrið sem er notað. Sama gildir með lífrænar vörur, geturðu treyst því að þetta sé lífrænt og öllum reglum fylgt varðandi það
Og svo er það þurrmatur, pakkamaturinn og allur dósamatur. Þar er allskonar bragðefnum og rotavarnarefnum bætt við, msg, ofsaltað ogsv.
Ég hvorki kaupi pakkamat né tilbúnar vörur eins og súpur og pastasósur. Það er svo auðvelt að gera allt frá grunni sjálfur. En ég er nú ekkert að stressa mig á þessu samt, og borða þetta ef það er á boðstólnum.
Hér er svo áhugaverð lesning um erfðatækni.
Í gær hafði ég alíslenskan mat, steikta ýsu með kartöflum og bankabyggi og fleira góðu.
Heimilismatur og stemmingin í Mad & Bolig, 3/2009
Steikt ýsa með tómötum og osti
- Ýsa
- Tómatar
- Ostur
- Smjör til steikingar
- Egg
- Byggmjöl
- Bankabygg
- Kartöflur
Bankabygg soðið, kartöflur soðnar. Fiskflakið (roðlaust) skorið niður í nokkra bita og velt upp úr eggi fyrst og svo byggmjöli, steikt á pönnu á báðum hliðum. Ostur og tómatsneið sett á hvern ýsubita. Hafði þetta undir loki á pönnunni á mjög lágum hita þar til allt var komið á borð.
Bragðgott og heimilislegt og alíslenskt
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.