3.1.2011 | 16:39
Rauðvín og ristað brauð
Þá var það dagur eitt, í að stúdera íslenskt hráefni. Það var nú ekki mikið til á heimilinu og þegar svengdin tók völd þá var nú brauðsneið sett í ristavélina, og svo var nú ekki hægt að láta löggina í rauðvínsflöskunni fara til spillis. En svo var haldið áfram að spá og spekúlera. Þeir hjá Vallanesi selja bygg í búðum, og eru einnig að framleiða sitt eigið hveiti.
Ég bjó til klatta gerða úr byggmjöli og þeir komu ótrúlega vel út, það þarf ekkert annað hveiti í þá. Þá er bara að gera tilraunir með byggmjöl í pizzabotna.
Nánar um framleiðsluna á Vallanesi má lesa á heimasíðunni þeirra hér
Byggklattar
- 1 bolli Byggmjöl
- 1/2 tsk madarsódi
- ca 1/2 bolli Ab mjólk
- 1 egg
- 1 msk af bræddu smjöri
Öllu hrært saman með sleif og klattar bakaðir eins og gerist og gengur í þeim málum...
Fyrir þá sem ekki eru að spá í að hráefnis sé íslenskt þá væri gott að bæta út í þetta einhverjum góðum fræjum, smá sykri og jafnvel pínku salti.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 4.1.2011 kl. 18:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.