13.12.2010 | 10:27
Hvað er hófdrykkja?
Ég get sagt ykkur allt um það. Ég fór í heimsókn á heilsuhælið síðasta sumar og datt inn á bókasafnið. Þar greip ég niður í bók um heilsusamlegt líferni og rakst á skilgreiningu á hófdrykkju, og hér kemur hún.
Mér finnst þetta stórskemmtileg skilgreining.
Hófdrykkja: Eitt glas á dag. Ekki fleiri en sjö glös á viku, þó aldrei fleiri en þrjú á dag.
Ég splæsti á mjög flott vín í gær, Chateau Michelle frá Bandaríkjunum. Svínvirkaði með Manchego og öðrum góðum ostum.
Italian meatballs in Spain (fyrir 2 sem smáréttur)
- Nautakjöt (innra læri)
- 1 rif hvítlaukur
- 1-2 msk haframjöl
- 1 msk smjör
- Salt og pipar
Smjörið brætt, hvítlaukur steiktur í smjörinu, haframjöli bætt við, setti í blender með hráu kjötinu. Salt og pipar eftir smekk.
Búið til litlar kjötbollur og steikið.
Sósa:
- 1 tómatur
- 2 msk Pizza/pasta tomate sause úr dós frá Eden
- Salt og pipar
- 2 msk rjómi
- Soðið af pönnunni
- Maple sýróp, 1 tsk eða svo
Mallað í pottinum í augnablik. Blandið saman við kjötbollurnar.
Berið þær fram á snittubrauði sem er ristað í ofni með smá smjöri og hvítlauk og rífið smá parmasen ost yfir.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.