12.12.2010 | 11:30
200 g nautainnralćri, 3 réttir = vá snilld, sjúklega gott...
Fullt hús fyrir síđasta réttinn. Ţó voru fyrstu tveir afbragđsgóđir. Ég gerđi quesadillas fusion, chile con carne meets quesadillas.
Viđ semsagt höfđum Foodwaves í kvöld. Ég fór í búđ og verslađi 200 g af nauta innralćri, mangó, sesamfrć og vorlauk. Og svo var notast viđ ţađ sem til var.
Fyrsti rétturinn var naut í asískum búningi, kćrastinn var nćstur og gerđi naut í ítölskum búningi međ spćnsku ívafi og ađ lokum kom ég međ quesadilla.
Ég ćtla ađ byrja á ađ segja ykkur frá ţeim rétti. Allir réttirnir sem viđ eldum eru smáréttir og ţví er magniđ smátt, matskeiđ hér, teskeiđ ţar.
Chile con carne meets quesadillas (smáréttur fyrir 2)
- Maískólfur, sođinn, 1/2 stk
- Svartar baunir í dós, 2-3 msk
- Mangó, ferskur, 4 msk
- Rauđlaukur, smátt skorinn, 2-3 msk
- Ţurrkađur chile, 1/2 tsk, eđa eftir styrkleika hans
- 1 hvítlauksrif
- Salt og pipar
Allt steikt á pönnu í smáolíu. Skiljiđ smá eftir af maískólfinum sem ţiđ skeriđ af og skreytiđ međ (sjá mynd)
---
- Brauđostur, gouda 17 % , rifinn, ca 4-6 msk
- Sýrđur rjómi, 1-2 msk
- 1-2 sneiđar niđursođinn jalapeno
- Salt
- Tortilla kaka, skorin í 8 parta
Öllu hrćrt saman og smurt á 4 parta af tortilla kökunni
---
- Nautakjöt, innra lćri, 50 g
- Vorlaukur, smátt skorinn
Steikiđ kjötiđ upp úr olíu eđa smjöri, setjiđ í skál og dreifiđ vorlauk yfir og smá salti.
Setjiđ grćnmetis-mangó blöndu á hina 4 parta af tortilla köku, dreifiđ kjöti og vorlauk yfir og smá osti. Setjiđ í ofn ásamt rest af maískólfi og tortillakökunum međ ostablöndunni ţar til ostur bráđnar.
Dreifiđ svo ferskum smátt skornum vorlauk yfir allt áđur en ţiđ beriđ réttinn fram.
Međ ţessum rétti var boriđ fram Montana frá Nýja Sjálandi. Virkilega ferskt og gott vín.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:32 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.