20.9.2010 | 21:11
Sumir hafa gaman af því að máta gallabuxur og eyða peningum í föt. Ég er alltaf í sömu druslunum en drekk góð vín!
Fór í ríkið og keypti fullt af góssi. Í staðin fyrir að grabba dæmigert kassavín á hraðferð þá fyllti ég kassa af vel völdum vínum og svo er bara að "detta í það"......
Það skemmir ekki fyrir að lenda á skemmtilegum starfsmanni, einhverjum sem virkilega kann að meta góð vín. Ég lenti á einum góðum og eyddi góðum tíma í búðinni í skemmtilegu spjalli að fara yfir hin og þessi vín, dýr og ódýr. Fátt skemmtilegra og svo reikar hugurinn um allan heim þegar maður gengur um búðina. Til Afríku og stundanna þar þegar maður skoðar vínin frá Suður Afríku, til elsku besta Spán þegar maður velur sér Rioja og Valdepenas, og svo ævintýrin í Potrúgal, þá sjaldan maður kemur heim með portúgölsk rauðvín.
Það sem datt í kassann hjá mér var:
RAUÐVÍN
Robertson Winery - Cabernet Sauvignon - 2009 - S - Afríka, 1891 kr
Quinta do portal - Grande Reserva - 2003 - Portúgal, ca 4500 kr
Santa Alvara - Cabernet Sauvignorn - 2008 - Chile, 1497 kr
Senorio de los Llanos - Valdepenas Gran Reserva - 2002 - Spánn 1899 kr
Hécula - Monastrell - 2008 - Spánn - 1999 kr
Torres, Celeste - Crianza - 2007 - Spánn 2799 kr
HVÍTVÍN
Peter Lehmann of the barossa - Riesling - 2008 - Ástralía - 2189 kr
(verð miðast við þegar ég keypti vínin)
Ég er meiri rauðvínsmanneskja, það er greinilegt, en gott hvítvín er samt gottttt hvítvín. Og ég hlakka til að smakka hvítvínið.
Fyrsta vínið sem ég smakkaði var Robertson Winery. Það var bara gott! Virkaði vel eitt og eitt og sér.
Celeste, crianza var mjög góð. Get mælt með henni.
...Svo bara uppfæri ég þessa færslu með hverju víninu sem ég drekk og læt vita hvernig smakkast.
Hécula er sú sem mér finnst best af því sem ég hef smakkað af ofantöldum vínum. Hún á eftir að detta í körfuna hjá mér reglulega.
Rioja 2008 - www.soffia.net
Ég enda þessa færslu á orðum Lily Bollinger:
"I drink it when I'm happy and when I'm sad.
Sometimes I drink it when I'm alone.
When I have company I consider it obligatory.
I trifle with it if I'm not hungry and I drink it when I am.
Otherwise I never touch it, unless I'm thirsty."
Og ekki gleyma að drekka eitt, tvö sódavatns glös (eða vatn) með hverju vínglasi!
Salud! Sxx
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.