15.9.2010 | 15:27
Sulta og ýmislegt fleira úr "djúser" hrati
Það eru örugglega margir sem eiga juicervél inn í skáp sem þeir notaaldrei, eflaust mest vegna þess að þeir nenna ekki að þrífa hana, endaer þetta oft ansi subbulegt. A.m.k hjá mér, sama hvað ég reyni að veraskipulögð áður en ég byrja, og reynda því skipulagðari því subbulegraendar þetta hjá mér. Nema hvað, nú hef ég tekið upp vélina og er búinað gera djús á hverjum morgni í svolítinn tíma.
Í fyrsta lagifinnst mér fátt betra en nýkreystur appelsínusafi. Í öðru lagi þá ersama hvað maður setur þarna í gegn og hvað maður mixar saman, mérfinnst þetta yfirleitt allt verða mjög gott.
En annað sem fólki leiðist við djúsgerð er hratið sem verður eftir, en örvæntið ekki. Það má sko nýta það á svo marga vegu.
Og ef þið vitið ekki hvað þið viljið gera við það, eða hafið ekki tíma í að nýta það þá má alltaf frysta það!
Sultu-marmelaðe
Ég gerði djús um daginn úr appelsínum, bláberjum, krækiberjum, melónu og gulrótum. Svo tók maðurinn minn allt heila klabbið sem varð eftir og setti í pott ásamt sykri og smá rauðvíni og lét sjóða í klukkustund.
Í sultuna fóru 2 appelsínur, lúka af bláberjum, lúka af krækiberjum, 1/4 melóna og 1 gulrót. Hlutföllin voru u.þ.b einn á móti hálfum af sykri og svo notaði hann góða slettu eða um 1 dl af rauðvíni.
Svo er ýmislegt annað sem hægt er að nota þessa ljúffengu afganga í í, t.d:
Epla og gulrótar afganga má nota í muffins
Grænmetisafganga er hægt að nota í ommelettur
Ef þið gerið kartöfludjús, þá má nota hratið og setja það í pönnukökudeig
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 14.10.2010 kl. 22:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.