Biscotti - það er nauðsynlegt að prófa að baka biscotti a.m.k einu sinni

Það er ekki flókið að baka Biscotti, en smá dudd og gluð.  Því tilvalið að eyða köldum rigningardegi inn í hlýunni og baka biscotti með kaffinu.

Þið fáið um 30 stk úr þessari uppskrift. Þessar kökur geymast í loftþéttu íláti í nokkrar viku.  Nema á mínu heimili þegar gesti ber að garði, þá endast þær ekki út daginn.

biscotti

Biscotti með heslihnetum og möndlum

  • 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
  • 100 g möndlur (flögur eða heilar)
  • 120 g 70% súkkulaði
  • 210 g púðursykur
  • 230 g hveiti
  • 30 g Kókó
  • 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 3 stór egg
  • 1 1/2 tsk vanilludropar


Hitið ofn í 150 °c

Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)

Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti

þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara.  Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.

Bætið hnetunum við og blandið vel saman,

Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu.  (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.

Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur.  Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.

Kælið á grind

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nammm þetta er svo fallegt og girnilegt blogg! Var að detta inn eftir pásu. Keep up the good work :)

Anna Pála (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 15:06

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Gracias Anna Pála. Sxx

Soffía Gísladóttir, 18.9.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband