Með ánægju og kartöflum

Smá saga....Eitt af mínum uppáhalds orðum er orðið uppskera.  Og það er nú ekki meiri speki á bak við það en sú að þegar ég var mun yngri og las Andrés önd, þá var þar saga í einu blaðinu þar sem Andrés sýður sér fisk og fer út í garð og nær sér í nokkrar kartöflur úr garðinum, orðið uppskera kom fyrir í sögunni og svo fannst mér þetta svo girnileg uppskera.  Nú er ég eiginlega tilneydd til að finna þessa sögu og ramma hana inn og hengja  upp á vegg inn í eldhús.

Með ánægju og kartöflum er  frasi sem er fastur í hausnum á mér eftir að hafa heyrt hann í Andrésblaði fyrir margt löngu og get notað hann við ótal tilefni.

Ég sé það að maður þarf að fara að grafa upp gömlu góðu Andrésblöðin.  En það var mikil gleði fyrir 25 árum eða svo að fara vikulega út í bókabúðina í hverfinu með ömmu gömlu og sækja nýjasta Andrésblaðið.

Góð saga...

kartöflur

Og talandi um uppskeru og kartöflur.  Nú fara menn að taka upp kartöflur, við erum með stórann garð og því ansi mikið magn af kartöflum.  Það er því ekki úr vegi að fara að sanka að sér skemmtilegum kartöfluuppskriftum.

kartöflur


Ég er með litla bók eingöngu með kartöfluuppskriftum og höfum við sett okkur það fyrir að elda allar uppskriftirnar í þessari bók, byrja á fyrstu og enda á síðust... ég hef nú þegar eldað nokkra rétti úr þessari bók.

Þar á meðal kartöflubrauð sem heppnaðist einstaklega vel.  Ég átti ekki nýmjólkurduft en minnkaði vatnið um 50 ml og notaði 50 ml mjólk í staðin. 

kartöflubrauð 

 

Kartöflubrauð

  • 500 g mjölmiklar kartöflur, afhýddar og skornar í fernt
  • 7 g þurrger
  • 400 - 500 g hveiti
  • 1 tsk salt
  • 2 msk nýmjólkurduft (sem ég sleppti en setti 50 ml nýmjólk í staðin)
  • 25 g ferskur graslaukur, smátt saxaður
  • 1 eggjahvíta
  • Sólblómafræ til að dreifa ofan á


Sjóðið kartöflur.

Smyrjið 25 cm kökuform, setjið smjörpappír í botninn.

Leysið gerið ásamt sykri og 60 ml volgu vatni.  Hyljið með klút eða plastfilmu.  Látið standa þar til freyðir.

Blandið saman 435 g af hveiti ásamt salti og nýmjólkurdufti. Blandið vel saman við kartöflum og graslauk og þvínæst gerlausninni.  Bætið við hveiti eftir þörf til að gera deigið mjúkt.

Hnoðið þar til það er mjúkt og teygjanlegt.  Setjið í olíuborna skál, berið olíu ofan á deigið.  Hyljið skálina og látið lyfta sér á volgum stað í klst.  Sláið það niður og noðið áfram í 1 mín.  Skiptið í 12 bollur.

Skiptið deigi til helminga og gerið 6 bollur úr hverju deigi.  Leggið bollurnar í kökuformið, eina bollu í mitt formið og 5 bollur í kringum hana.  Leggið svo aðra bollu ofan á miðju bolluna og bollur í kringum hana, þetta verður semsagt í tveim lögum.  (Það mætti líka hafa þetta sem stakar bollur). Leggið filmu, poka eða rakt viskastykki yfir og hvílið í 45 mín.

Hitið ofn í 210°c.  Blandið eggjahvítu við 2 msk af köldu vatni og penslið deigið, stráið svo sólblómafræunum yfir.

Bakið í 15 mín, lækkið svo hitann í 180°c.  Bakið í um hálftíma eða þar til brauðið er tilbúið.  Takið úr ofninum og látið standa í 10 mín áður en brauðið er tekið úr forminu.  

 kartöflubrauð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband