Chile con carne með baunum, nammi nammmmmmm

Ég keypti nokkrar mismunandi dósir af chilli beans um daginn og opnaði þær allar til að finna út hver þeir væri best.  Mér fannst Chili beans, red chili -  Jalapenos frá Eden lang best!

chilli beans

 Ég hef nú áður bloggað um chile con carne en hér kemur einföld útgáfa þar sem ég nota chili beans frá Eden

Chile con carne

 

  • 500 g nautahakk
  • 1/2 - 1 laukur
  • Hálf askja sveppir
  • Ferskur chili, eftir smekk
  • Nokkur hvítlauksrif, eftir smekk
  • Nautakraftur og vatn, 1/2 L eða svo
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 1 lítil dós tómatpure
  • 1 dós chili beans frá Eden (eða einhverjar nýrnabaunir)
  • Salt
  • Pipar
  • Oregano
  • Smjör, 2-3 msk

Steikið sveppi, lauk og hakk upp úr smjöri með hvítlauk og smátt skornum chili. Bætið öllu hinu út í og látið malla vel og lengi.

Það er bara um að gera að smakka sig áfram þegar maður býr til chili con carne. Það má svo bragðbæta með t.d  hvítvíni, bjór, steiktu beikoni eða einhverjum góðum kryddum ...

Borið fram með sýrðum rjóma, hrísgrjónum, tortillakökum eða nachos-i.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband