18.5.2010 | 11:32
Krydd í tilverunni - Kebab, einfalt, fljótlegt og upplagt í grillpartíið
Þetta er svo einfalt að það er ekki fyndið og því mjög hentugt þegar skella þarf í einfalt og fljótlegt, en gott grill. Það væri rosa gott að þræða kryddaða kjúklinginn upp á grilltein og gott grænmeti á annan.
Ég reyndar eldaði kjúklinginn bara á pönnu og ekki er það síðra.
Kebab með souvlaki keim og Tzatziki sósu (fyrir 2)
- 1 kjúklingabringa skorin í hæfilega stóra munnbita
- Kebab krydd frá Tiger, eftir smekk (t.d 2-3 tsk)
- Matarolía
Veltið kjúklingabitum upp úr kryddi og olíu og steikið á pönnu.
Tzatziki
- AB mjólk
- Tzatziki krydd frá Tige, 2-3 tsk eða eftir smekk, um að gera að smakka þetta til
Blandið saman í skál.
Hugmyndir að meðlæti:
Hrísgrjón með grænum baunum
Grískt salat sem t.d gæti samanstaðið af smátt skornum agúrkum, lauk, tómötum og ólífum, blandað við hreinan fetaost eða fetaost í kryddlegi.
Tortilla kökur, naan brauð, focaccia eða hvítlauksbrauð...
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.