11.2.2010 | 21:13
Koofteh, persneskur réttur
Það var alveg komin tími á að prófa að elda eitthvað nýtt. Ég er búin að vera að hjakkast í sama farinu undafarið, alltaf að elda það sama og ekkert spennandi.
Þegar ég fékk nýjasta Gestgjafann í dag ákvað ég að elda eitthvað upp úr honum. Fyrir valinu varð Koofteh, persenskur réttur. Ég átti ekki allt sem til var samkvæmt þeirri uppskrift, en google-aði fleiri sambærilegar uppskriftir og svona endaði þetta hjá mér. Súper bragðgott, alveg bráðnaði upp í manni! Mynta og esdragon er góð samsetning.
Koofteh (fyrir þrjá)
- 1 bolli hálfsoðin hrísgrjón
- 500 g nautahakk
- 1 tsk túrmerik
- Nokkur lauf fersk mynta
- Salt
- Pipar
- 1 tsk þurrkað esdragon
- 2 egg
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Búið til bollur sem eru á stærð við golfkúlu.
Sósan
- 1 laukur
- 1 rif hvítlaukur
- 1 tsk túrmerik
- 1 tsk esdragon
- 1 tsk papriku krydd
- Nokkur fersk myntulauf
- 2 msk tómat púrre (1 lítil dós)
- 1 tsk sítrónusafi
- 2 tsk sykur
- 2 tsk appelsínusafi
- Olía
- 1 L vatn
Steikið lauk í olíu, bætið við öllu öðru nema vatni og appelsínusafa og hrærið saman. Bætið við vatni og látið sjóða. Setjið bollurnar út í, eina í einu. Lækkið hita og látið malla undir loki í 1 klst. Bætið við appelsínusafanum í lokin.
Borið fram með fersku salati og jógurt Raita.
- 2 dl AB mjólk
- hálf agúrka, gróft skorin
- hálfur rauðlaukur (rokkar) fínt skorinn
- 2 tsk túrmerik
- ca 2-3 tsk Maldon salt
- Sett í kæli í svona hálftíma.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.