Hin fullkomna pizza, þriðji hluti - áleggið

Regla númer eitt, ekki troða of miklu á pizzuna, þá verður botnin slepjuelgur.  Ég veit það er stundum erfitt að hemja sig en less is more í þessu tilviki.  Ég á það sérstaklega til að setja of mikið þegar kemur að burrito og öðru sem þarf að vefja, þá er það ómögulegt því ég er búin að troða helling af öllu.

Ég er þó alveg búin að læra að hemja mig þegar kemur að pizzugerð.

pizza 

Það sem þarf að huga að þegar gera skal góða pizzu hvað varðar álegg er eftirfarandi:

 

  • Less is more
  • Nota gæða álegg
  • Nota ferskan mozzarella og ferska basiliku
  • Ekki vera hræddur við að prófa eitthvað nýtt  
pizza
Ég mæli sérstaklega með að fara í kjötborð og fá gott salami, uppáhaldið mitt er grænpipars salami í ostabúðinni, en það hefur því miður ekki fengist undanfarið.

pizza 
Mér finnst klettasalat fara með með flestum pizzum, ekki bara þessari klassísku hráskinku.
 
  
pizza 
Ég gerði pizzuáleggi ítarleg skil á síðunni minn The House by the Sea.
Þar eru nokkrar góðar hugmyndir hvað setja má á pizzur. 
 
Einnig hef ég fjallað um:

 


Bloggfærslur 7. ágúst 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband