17.8.2012 | 11:54
Lax með bláberjum og garðablóðbergi
Vinir okkar buðu okkur í mat um daginn. Á boðstólnum var lax, reyktur með birki á útigrillinu. Þar sem við vorum í sumarbústaðnum þá var farið út að tína krydd á laxinn, bláber, krækiber og garðablóðberg.
Þau skáru niður birkigreinar og settu í botninn á álboxi, því næst kom laxinn á grind og svo lox og öllu pakkað inn í álpappír með smá loftgötum.
Það tók um 20 mínútur að elda laxinn.
Uppskriftin gæti hljóðan einhvernvegin svona...
Reykeldaður lax
- 1 laxaflak
- Salt og pipar
- Krækiber
- Bláber
- Garðablóðberg
- Birki til að reykingar
Skerið birkið í bita og setjið í botninn á boxinu. Kryddið laxinn og setjið hann á grind ofan á boxið og svo lok og álpappír eins og ég sagði frá hér áðan. Leggið boxið á heitt útigrillið og eldið laxinn þar til hann er tilbúinn. Það tók um 20 mínútur í þetta sinn.
Svartá
THE HOUSE BY THE SEA Á FACEBOOK