Ristaðar möndlur

Það er hægt að gera svo margt með möndlur.  Rista þær, gera marsipan, möndlumjólk, möndlumjöl og svo má lengi telja.

Ég prófaði að rista nokkrar um daginn, það er ágætis maul. 

möndlur 

Ristaðar möndlur 

 

  • 2.5 dl sykur
  • 7 dl möndlur 
  • 1/2 dl vatn
  • 1/2 msk kanill (má sleppa)

 

Setjið sykur, vatn og kanil á pönnu.  

möndlur 

Bætið við möndlum og hrærið öllu vel saman á meðalhita þar til sykurinn kristallast.  

Takið möndlurnar af pönnunni og setjið á smjörpappír og leyfið þeim kólna. 

möndlur

 

 

 


Bloggfærslur 22. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband