18.6.2012 | 10:01
Bananaís - eitt hráefni
Og þetta eina hráefni mun vera.... BANANI.
Enn og aftur þegar maður dettur niður á einfaldar uppskriftir þá er ekki úr vegi að prófa þær. Þannig að ég fylgdi leiðbeiningum.
Bananaís
- 3-4 bananar
Skar banana í sneiðar og frysti. Það tekur þá nokkra klst að frjósa almennilega.
Setti skornu bananana í matvinnsluvél og maukaði. Það þarf að vera fremur þunnar sneiðar svo hnífarnir á vélinni ráði við að mauka bananana.
Eftir stutta stund voru bananarnir orðnir að hálfgerðu púðri sem svo tók fljótlega á sig svona íslega mynd. Þannig að já, þetta leit út eins og ís.
Þetta er brilliant hugmynd sérstaklega til að gefa litlum börnum sem langa í ís.
Það eina sem ég myndi hafa í huga er að bera lítið fram í einu og geyma það sem ekki er borðað í frysti (eða kæli, eftir því hve fljótt á að borða þetta) því mér fannst þetta verða slepjulegt þegar það bráðnar, þá er þetta auðvitað bara orðið að bananamauki.
Hér eru svo endalausir mögur á skemmtilegum útfærslum. Mér datt strax í huga að bæta við smá heimagerðri möndlumjólk og gera sjeik.
En í grunninn, ágætis aðferð sem vert er að prófa og þróa. Og best af öllu, engin sykur!