Dagbók osts

Ég gekk skrefinu lengra en síðast og setti ostinn í 90° heitt vatn þegar hann var búin að skilja sig frá mysunni.  Þar teygði ég á honum í svolitla stund áður en ég bjó til úr honum kúlur og setti í kalt saltvatn. (Síðast setti ég ostinn í örbylgljuofn, en mér fannst ég ná meiri stjórn á að teygja hann með sjóðandi vatni, amk þegar maður er byrjandi).

mossarella

Ef þetta misheppnast hjá ykkur og osturinn verður ekki svona teygjanlegur þá er alltaf hægt að nota hann eins og ricotta.  Þannig að ekki henda honum, hann er vel ætur.

Ég horfði á nokkur myndbönd á YouTube um mossarellagerð og varð aðeins kokhraustari fyrir vikið.

Þessi maður er greinilega vanur, enda eigandi ostabúðar og svo er þessi heima í eldhúsinu og með ágætis lýsingu á ferlinu.

Ég notaði sömu uppskrift og síðast, 2-3 msk sítrónusafa, 2 L lífræna nýmjólk og 2-3 dropa ostahleypi sem ég blandaði við 2-3 dropa af vatni.

mossarella

Þetta hljóp vel hjá mér í þetta sinn ofan í pottinum, en varð svolítið mulningslegt þegar ég var búin að kreista mysuna frá en svo hljóp þetta saman aftur þegar ég sauð ostinn og hann varð teygjanlegur og mossarellalegur og auðvelt var að krumpa honum saman í mossarellakúlu.

Látið ykkur ekki bregða hvað það verður mikil mysa eftir, og þið fáið bara tvær kúlur úr 2 lítrum af mjólk (ca 100 g af osti úr 1 L mjólk).

Þetta er áhugavert ferli og algjörlega þess virði að prófa, svo þarf maður bara að vera duglegur að nýta mysuna, t.d í pizzadeigið sem osturinn fer svo á...

mossarella

Þessar dásamlegu kúlur enduðu ofan á pizzu og osturinn varð gullinbrúnn og girnilegur.

mossarella

Við vorum með ostagerð í tveimur pottum, í hinum var notað eplaedik og hann endaði sem ricotta, og var stráð yfir pizzuna góðu og gerði hana enn betri.

mossarella


Bloggfærslur 29. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband