9.3.2012 | 11:03
Meistarakokkurinn Hrefna Sætran í eldhúsinu hjá mér
Haldiði ekki að ljúflingurinn og meistarakokkurinn Hrefna Sætran hafi komið í heimsókn. En því miður var það ekki hún sem eldaði fyrir mig heldur ég fyrir hana.
Hún er með frábæra matreiðsluþætti á Skjá Einum og hún fékk mig til að elda fyrir sig dýrindis Lahmacun, tyrkneska pizzu.
Uppskriftina má nálgast hér.
Ef þið eruð með Skjá Einn þá getið þið séð þáttinn á vefsíðu stöðvarinnar, þetta var þriðji þáttur í sjöundu seríu.
EF þið ætlið að skella í pizzu um helgina prófið þá þessa. Finnið ykkur gott lambakjöt og hakkið það sjálf eða fáið þá í kjötborðinu til að gera það fyrir ykkur, er ekki annars svoleiðis þjónusta einhverstaðar í boði hér á Íslandi?
Svo er hægt að fylgjast með Hrefnu á Facebook, Matarklúbburinn með Hrefnu Sætran.
GÓÐA HELGI!