Ég er alltaf að leita að skemmtilegum uppskriftum af mauli eða einhverju með drekkutímanum.
Eitthvað sem inniheldur ekki alltaf 2 dl af sykri.
Þessir gullfiskar slógu í gegn og það er engin sykur í uppskriftinni. Krakkarnir geta svo dundað sér að búa til á þá augu og munn.
Gullfiskakex
- 1 bolli hveiti
- 4 msk kalt smjör, skorið í smáa bita
- 200 g Cheddar ostur
- 3/4 tsk salt
- 1/2 tsk svartur ferskur pipar
- 1 tsk lyftiduft
- Smá vatn (5-8 msk)
Setjið hveiti,salt, pipar og lyftiduft í matvinnsluvél, hristið þessu aðeins saman.
Bætið við osti og smjöri og mixið þar til þetta er mjölvað.
Bætið við 5 msk af vatni, einni í einu og bætið svo við meira vatni eftir þörfum, einni msk í einu þar til þið eruð komin með góða deigbollu. Uppskriftin var upp á 3-4 msk en ég notaði um 7 eða 8 msk. Passið bara að setja ekki of mikið, þess vegna mæli ég með 1 msk í einu, því þetta kemur svo allt í einu.
Setjið í plast og kælið í hálftíma eða allt að 24 klst.
Hitið ofn í 180°c.
Rúllið út deig og skerið út litla gullfiska ( eða litla hringi ef þið eruð ekki með gullfiskaform. Mínir fiskar voru um 2.5 cm á lengd.
Brjótið enda á tannstöngli til að gera augu og endann á tannstöngli til að gera munn.
Ég var sem heppin að vera með listrænan hjálparkokk við gerð fiskanna.
Hér er svo hægt að setja plötuna með fiskunum inn í ísskáp og kæla smá í korter, það er gert til þess að lögun þeirra haldi sér frekar við baksturinn segja þeir fróðu.
Bakið í 13-18 mín.
Geymist í lokuðu íláti í allt að viku.
Og hér er svo snilldin, heimagerða gullfiskaformið gert úr áldós. Takið ykkur áldós, klippið hana í tvennt, hringinn. Því næst í 1-2 cm þykkan strimil.
Mótið úr honum gullfisk sem þið límið saman með límbandi. Ef skilin eru að detta í sundur þar sem þið beyglið álið saman setjið þá límband þar líka (þar sem nefið er og í sporðurinn.
Þetta er frábær aðferð til að gera lítil heimagerð kökumót í hvaða formi sem manni dettur í hug.
Matur og drykkur | Breytt 25.4.2012 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)