18.2.2012 | 14:01
Vatnsdeigsbollur - samanburður á nokkrum uppskriftum
Ég valdi af handahófi nokkrar vatnsdeigsbolluuppskriftir af netinu til að bera saman ásamt uppskriftum frá mömmu og tengdó sem hafa bakað sínar bollur í tööööttöguogfimm ár (eða kannski nær 45 árum). Uppskrift frá Cafe Sigrún fær að fljóta með því það eru svo margir í spelt - agave - kókósolíu pælingunni.
Leiðbeiningar við bakstur eru yfirleitt mjög svipaðar.
Sjóðið saman vatn og smjör (sykur og salt ef það er notað). Bætið við hveiti í pottinn og hræra því kekklaust saman við. Sumir hafa pottinn á hellunni á meðan þeir hræra í hveitið aðrir taka pott af hellunni á meðan.
Setjið deigið í hrærivél
Hrærið við eggjum, einu í einu.
Deigið á ekki að leka, heldur halda lögun.
Og svo þarf að muna:
- Það er alveg bannað að opna ofninn á meðan verið er að baka bollurnar
- Hafa gott bil á milli þeirra á plötunni
- Betra of lítið af eggi en of mikið, hálft egg of mikið getur eyðilagt uppskrift
Smellið á myndina til að sjá hana stærri:
UPPFÆRSLA FRÁ RITSTJÓRA:
Ég var að smakka bollurnar hennar mömmu, bakaðar skv. hennar uppskrift sem má sjá hér að ofan. þær heppnuðust vel og voru mjög bragðgóðar. Get mælt með þeirri uppskrift.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)