Mig laaangar í eitthvað...

Stundum er maður bara ekki smurður.  Ég á rauðrófur, epli og avacado. Og ég get ekki gert upp við mig hvort það sé eitthvað sem væri að dansa eða ekki.

Svo ég er að vandræðast með hvort ég eigi að elda eitthvað með þessum rauðbeðum í kvöld eða bara sleppa því. 

Voðalega getur maður verið andlaus stundum.  GEISP.  Og núna langar mig bara allt í einu í pizzu, ekki að ég nenni að fara út á þá eldamennsku samt eitthvað frekar og ekki panta ég pizzu, hef ekki gert það í mörg ár. 

Það verður fróðlegt að sjá hvar eldamennska kvöldsins endar.  Ég ætla að standa upp og láta vaða á eitthvað.  Ég er reyndar búin að opna ísskápinn svona fimm sinnum með það í huga að fara að elda eitthvað.  Eitt GEISP áður og nú stend ég upp. Og nú er ég staðin upp...

To Be Continue...

Þetta var nú ekki svooo merkilegt sem ég endaði á að fá mér, enda seint hægt að segja að það hafi rokið úr rassinum á mér þegar ég stóð upp til að malla  eitthvað. 

Úr varð að ég setti beyglu í ofninn.  Nýbakaða beyglu sem ég gerði fyrr í dag.  Ég smurði hana með þeyttum rjómaostinum, reif yfir hana ost og lagði nokkra jalapenos sneiðar ofan á ostinn.  Með þessu var vel sterk heimagerð salassósa. Mig svíður enn í varirnar.  I LOVE IT.

beygla

Beygla með jalapeno og rjómaosti

  • Beygla
  • Rjómaostur (eða þeyttur rjómaostur)
  • Rifinn ostur
  • Jalapenosneiðar niðursoðinn i krukku

beygla

Smyrjið beyglu með rjómaosti.  Dreifið vel úr rifnum osti yfir.  Leggið jalapeno sneiðar ofan á ostinn.  Ef þið viljið ekki hafa þetta os sterkt þá má skera um eina jalapeno sneið fyrir hverja beyglu smátt og blanda við rjómaostinn áður en honum er smurt á beygluna. 

beygla

Setjið í ofn á grill þar til osturinn bráðnar.

 þeyttur rjómaostur

"Þeyttur" rjómaostur en þó ekki þreyttur

  • Rjómaostur, ein lítil askja
  • 3 msk mjólk

Hrærið saman með töfrasprota.

Ég er líka að velta því fyrir mér að taka smá heimagerðan berjasorbet úr frysti og hræra við ostinn og bera það fram með amerískum pönnukökum.


Bloggfærslur 15. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband