Brownie í bolla- tilbúin á 4 mínútum

Ég varð nú bara að prófa þessa, ekki dýrt hráefni og tók  aðeins um 4 mínútur að gera.

Hráefninu í þessa súkkulaðiköku er skellt í bolla og öllu hrært saman.  Svo setur maður bollann inn í örbylgjuofn í 1 mínútu og 40 sek.

Þá er kakan tilbúin.  En hvort þetta sé besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað má deila um, en hún er alveg ágæt ef maður setur góðan slurk af ís ofan á hana. 

brownie

Brownie í bolla 

 

  • 1/4 bolli sykur
  • 1/4 bolli hveiti
  • 2 msk kakó
  • 1/2 tsk salt 
  • 3 msk ólífuolía
  • 3 msk vatn

 

Setjið þurrefnin í bollann.  Bætið við olíu og vatni. Hrærið vel saman. Setjið bollann í örbylgjuofn og bakið í 1 mín og 40 sek á high. (Minn ofn er 800w).

Takið bollann út úr ofninum, passið ykkur, hann er heitur... :)

Setjið ís ofan í bollann og borðið.

brownie

 Húsið við sjóinn

Húsið við sjóinn á facebook

Pinterest 

 

 


Bloggfærslur 25. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband