Rice Krispes kökur með mars og 70 % súkkulaði

Mér finnst þessar þessar Rice Krispies kökur mjög góðar, ekki það hollasta sem maður fær sér en allt er gott í hófi.

 

Þetta er einfalt og hægt að gera þær með fyrirvara og geyma í ísskáp þannig að þær eru upplagðar í barnaafmæli þegar margt annað þarf að gera samdægurs.

 

rice krispies kökur

 

Rice Krispies kökur

  • 6 Mars bar
  • 150 g smjör
  • 150 g rice Krispies
  • 240 g 70 % súkkulaði eða mjólkursúkkulaði

 

Bræðið saman Mars stykkin og smjörið við lágan hita.  Þetta tekur smá stund.  Blandið Rice Krispies við, varlega svo það brotni ekki.

 

Leggið Rice Krispies blönduna í ofnskúffu eða fat.  (Ætli þetta þeki ekki um 1/3 af ofnskúffu miðað við 2 cm þykkt) 

 

Bræðið súkkulaði og hellið yfir Rice Krispies-ið. 

 

Geymið í ísskáp í smá stund  til að kæla kökuna. 

 

Skerið í hæfilega bita.

 

Ef þetta er hugsað fyrir krakka þá er eflaust betra að hafa mjólkursúkkulaði en fyrir þá sem finnst 70% gott þá mæli ég með því.

 

 

Þessi kona sýnir vel hvernig hún gerir þetta með myndum.

 

 


Bloggfærslur 31. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband