Að fá sér súpu...spennandi? Ég get að minnsta kosti mælt með þessari.

Kannist þið ekki við það að elda sjaldan súpu því það er ekki nógu djúsí og spennandi.  En svo loksins þegar maður fær sér súpu þá hugsar maður, vá hvað þetta er gott, afhverju geri ég þetta ekki oftar.

Það er einmitt það sem ég lenti í um daginn.  Ég hafði hugsað mér að gera tómatsúpu því ég átti stóra dós af niðursoðum Roma tómötum sem var opin og þurfti að nota.  Ég var alltaf að reyna að finna eitthvað meira spennandi en tómatsúpu til að nýta þessa tómata í.  En það var eitthvað sem togaði í mig að gera tómatsúpu.

Og á á endanum fór ég á netið og fann hinar og þessar uppskriftir, tók út það sem mér fannst hljóma vel og setti saman þessa uppskrift miðað við það sem til var og það sem ég hafði lesið mig til um.

Ein af þeim uppskriftum sem ég datt niður á var tómatsúpa sem innihélt ofnbakaðar paprikur.  Það err lykilatriðið í þessari ótrúlega góðu og einföldu uppskrift.

Tómatsúpa

  • 1 stór dós tómatar í dós, eða tvær litlar.  Mér finnst tómatar í dós frá Eden mjög góðir
  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 paprika
  • Rjómi, ætli ég hafi ekki notað um 2-3 dl
  • Ólífuolía
  • Salt
  • Pipar

Skerið papriku í tvennt, setjið hana í eldfast mót með skurðinn niður og skinnið upp og dreypið yfir hana ólífuolíu og salti og pipar.  Bakið í ofni við 220°c í hálftíma, síðustu 3- 4 mínúturnar setti ég ofninn á grill til að fá vel svart hýðið, en fylgist vel með þeim því þær brenna fljótt á grilli. 

paprikur

Setjið paprikur í skál og plast yfir og látið standa.  Þetta er gert til að hýðið losni auðveldlega af. Fjarlægið brennt hýðið af paprikunum.

Svitið lauk og hvítlauk sem hefur verið skorinn í bita. Bætið við tómötum og papriku og látið malla í korter eða svo.  Setjið þetta í matvinnsluvél og maukið vel.  Setjið tómatsúpuna aftur í pottinn og bætið við rjómanum, bara eftir smekk, og hitið upp.

Svo er annað, sem að gerir þessa súpu enn meira spennandi og það croutons.  Ég hafði súpuna milda og einfalda að ásettu ráði því ég ætlaði að krydda hana upp með croutons.

croutons

Croutons

  • Brauð sem er dagsgamalt eða meira, baguette eða eitthvað gott brauð
  • Ítalsk pastakrydd eða einhverskonar blanda af t.d rósmarín, oregano og basil
  • Salt
  • Ferskur svartur pipar
  • Olía, 3-4 msk

Skerið brauðið í smáa ferninga.  Ég notaði brauð sem ég bakaði sjálf úr heimagerðu pizzadeigi.

Steikið þá upp úr ólífu olíu með góðu kryddi. 

Berið fram með súpunni.

Til að fá enn meira bragð þá mætti rífa ferskan parmasen ost yfir súpudiskinn.

 

 


Bloggfærslur 16. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband