Kúrbítsblóm í einhverskonar pönnukökudeigi

Ég var í B.C, Kanada, nú um daginn þar sem uppskeran er í fullum blóma.  Það er svo gaman að keyra um sveitina og koma við á sveitamörkuðunum sem eru stútfullir af brakandi fersku grænmeti.

farmers market

farmers market

Mér finnst svo gaman að versla mat, sérstaklega svona fallegan mat...

grænmeti

Það er mikið um kúrbít í B.C.  Kúrbítsblómin eru einnig mjög góð í eldamennskuna.  Það er virkilega gott að velta þeim upp úr pönnukökudeigi og steikja á pönnu.

blóm

Ég keypti mér kúrbítsfræ í vor og setti í nægilega stórann pott.  Ekki lét neinn kúrbítur sjá sig en blómin dafna vel.  Pottinn er ég með út í glugga þar sem hann fær næga sól.  Ég mæli alveg með því að prófa kúrbítsfræin til þess eins að fá blómin.

kúrbítsblóm

kúrbítsblóm

Kúrbítsblóm í einhverskonar pönnukökudeigi

Deigið þarf ekki að vera svo nákvæmt, bara að þykktin sé svipuð og pönnukökudeig.

  • 1 egg
  • 1 tsk salt
  • 1 dl mjólk
  • Hveiti eftir þörfum
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 msk matarolía eða smá smjör

Veltið blómunum upp úr deiginu og steikið á pönnu þar til deigið er fulleldað. (eins og pönnukökur)

 


Bloggfærslur 6. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband