Skemmtileg aðferð við að bera fram spaghetti og pulsur, mjög einfalt og fljótlegt

Þessi aðferð brýtur aðeins upp á hversdagsleikann þegar spaghetti er á boðstólnum. 

Ég er viss um að krakkarnir hefðu gaman að þessu.  Þetta er heimilislega útgáfan en það mætti færa þessa hugmynd í sparilegri búning með góðri pulsu og bera fram sem forrétt. Mun þreyfa mig áfram í þeim efnum síðar.

 

pulsu spagettí

Spaghetti með pulsu og tómatsósu

  • Spaghetti
  • Pulsur
  • Tómatsósa

 

Skerið pulsurnar í 4 jafna parta (skerið frá endana).

pulsu spagettí

Stingið ósoðnu spagettí í pulsurnar, 4-5 spaghetti í hverja pulsu.  Sjóðið þar til spaghettíið er soðið.  Berið fram með tómatsósu eða góðri spaghettisósu.

Holla útgáfan gæti verið heilhveiti spaghetti og fitulitlar kjúklingapulsur. 

spagettí

 spagettí


Bloggfærslur 23. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband