Lýs til að lita egg og kræklingur borinn fram með pizzu með fetaosti og ólífum

Þá er komið að laugardeginum um páskahelgina. Um 11.00 leytið henti ég í pizzadeig, ég prófaði að gera tvær nákvæmlega eins uppskriftir nema nota sitthvort hveitið, annarsvegar Pillsbury best og svo Kornax. Deigin hefuðu sig nákvæmlega eins og mér fannst þau smakkast eins, þannig að lítið meir um það að segja.

 

Dagurinn fór svo í heimsókn á næsta bæ og þar var staldrað við í drykk og fékk ég að fylgjast með húsfrúnni undirbúa Páskabrunch. Hún er frá Sviss og þar er hefð að lita soðin páskaegg sem eru svo borðuð í brönsinum.

lýs

Þurrkaðar lýs 

Það væri ekki frásögu færandi nema bleiki liturinn fæst með því að sjóða þurrkaðar lýs frá Perú með eggjunum. Svo var mér sagt að konur í Morocco nota þessar lýs til að gera bleika varaliti.

egg

Bleik egg lituð með lúsunum 

Eggjaleikurinn felst í því í grófum dráttum að sessunautar slá saman sitthvoru egginu þar til annað brotnar og sá sem endar með heilt egg stendur uppi sem sigurvegari.

brauð

brauð 

Einnig bakaði frúin ofboðslega fallegt flettubrauð. Mjólk, hveiti, ger... ég þarf að nálgast þessa uppskrift!

 

lisa

Lisa, bóndi á Hálsi 

Bændurnir komu svo yfir í mat og drykk. Á boðstólnum var kræklingur með pizzabrauði. Ég notaði einfalda uppskrift.

Kræklingur í rjóma og hvítvíni

 

  • Kræklingur
  • Laukur
  • Rjómi
  • Smjör
  • Hvítvín
  • Hvítlaukur
  • Fersk steinselja
  • Dijon sinnep

 

Laukur og hvítlaukur svitaður í smjöri, skvetta af hvítvíni og slatti af rjóma. Bragðbætt með salti, pipar og Dijon sinnepi.  Ég sauð kræklingin í öðrum potti, eins og í síðustu kræklingauppskrift og bætti honum svo við í soðið þegar hann hafði opnað sig.

Skreytt með ferskri steinselju.

 

Pizzabrauð með ólífum og feta

 

  • Pizzadeig
  • Fetaostur í kryddlegi
  • Svartar ólífur
  • Salt

 

 

Fletjið út pizzabotn, dreyfið yfir fetaosti og ólífum og slatta af salti, bakið við 220 þar til botninn er bakaður.

 

Pizzabrauð með hvítlauk

 

  • Ólífuolía
  • Hvítlaukur

 

Fletjið út deig, penslið með ólífuolíu. Skerið hvítlaukinn í þunnar sneiðar og dreyfið yfir. Salti vel. Bakið í ofni við 220°c þar til botninn er bakaður.


Bloggfærslur 2. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband