Micro green ræktun, DAGUR 3

Dagur 3

Spírurnar alveg blómstra hjá mér. Það þarf bara að skola af þeim kvölds og morgna og sjá til þess að moldin hjá brokkólífræunum sé rök.

spíra

Ef maður gægist undir moldina sér maður að fræin eru byrjuð að opna sig, og sólblómafræin eru flott.

fræ

Síðan hef ég verið að setja niður ýmisleg fræ og þar er allt að gerast í jalapeno, chilli og tómatplöntunum.  Ég nota eggjabakka þegar ég er að koma þeim til og færi litlu skinnin yfir í blómapotta þegar þau eru komin á legg. 

Ég ætti eiginlega að fleygja niður paprikufræjum.  Ég hef tekið fræ úr paprikum sem ég kaupi út í búð og sett fyrst í vatn og svo mold.  Það virkar vel.

 

 


Gerlaust naan brauð

Ég er að reyna að gera gott naan, svona eins og maður fær á virkilega góðum indverskum stöðum. En þar sem ég á ekki tandoori ofn veit ég nú ekki hvort mér eigi eftir að takast það.

Ég fylgdi uppskrift sem ég fann í eldgamalli indverskri matreiðslubók. Þar er ekki notað neitt ger. Hráefni er blandað saman og látið standa í 6-8 klst.

naan

Naan

  • 450 g hveiti
  • 2 eggjahvítur
  • 1 msk smjör
  • 1 1/2 tsk sykur
  • 5 dl ab mjólk eða jógúrt
  • 1 tsk salt
  • Vatn eftir þörf (1/2 dl eða jafnvel minna)

Blandið öllu saman í skál nema vatni og hnoðið (með höndum eða í hrærivél) Bætið við vatni ef þess þarf. (Mér finnst ab mjólkið svo blaut að ég notaði rétt 3-4 msk af vatni)

Hnoðið þar til deigið er mjúkt og fínt. Breiðið yfir skálina (filmu, plastpoka eða rakann klút) og látið standa í 6-8 tíma út á borði.

Skiptið svo deiginu í kúlur, ca á stærð við tennisbolta og fletjið út í ílanga hringi. (Ef deigið klístrast við hendurnar þá má strá örlitlu hveiti á það).

Bakið í vel heitum ofni í 5- 10 mínútur. Fylgist bara vel með brauðunum og takið út þegar þau eru tilbúin. Ég hafði brauðin í 250° heitum ofni í 4- 5 mín.  Ekki hafa þau of lengi í ofninum svo þau verði ekki hörð.

Ég held að leirofninn hefði komið sterkur inn :P 

Ég á eftir smá afgang af deiginu sem er búið að hvíla inn í ísskáp.  Ég ætla að prófa að setja það á pönnuna á eftir. 

lamb vindaloo

Þetta smakkaðist ljómandi vel  með Lamb Vindaloo.  Ég notaði Lamb Vindaloo frá The Cape herb and spice company.

Uppskrift fylgir kryddinum á umbúðunum, Ásamt kryddunum fór í réttinn tómatar úr dós, ab mjólk og laukur, hvítlaukur og ferskt engifer.  Einfalt og smakkaðist mjög ferskt. Þetta er frekar sterkur réttur.

vindaloo


Bloggfærslur 16. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband