20.2.2011 | 19:53
Saltaðar sítrónur, geymast vel og lengi og frábærar í matargerð
Það er leikur einn að salta sítrónur og setja þær í sótthreinsaðar krukkur og leyfa þeim að marinerast.
1. Setja krukkur í uppþvottavél eða í sjóðandi vatn til að sótthreinsa
2. Skera sítrónu, eins og sýnt er hér
3. Setja 1 tsk af salti í hvern skurð, og troða þeim í krukkurnar og loka.
4. Þrýsta reglulega á þær til að ná djúsinu úr þeim, u.þ.b einu sinni á dag. Á þriðja degi er hægt að troða meiri sítrónu ofan í krukkuna því þær hafa linast, þá flæðir djúsinn yfir.
5. Svo er víst bara að bíða í mánuð eða svo.....Og þá læt ég ykkur vita hvernig fer...
Hér er ég að stikla á stóru, þannig að ég mæli með að þið kíkið á eftirfarandi linka til að fá nánari upplýsingar ef þið hafið áhuga á að prófa þetta. En þetta á víst að vera ógeðslega gott, og er " the secret ingredient" í arabískri matargerð eins og ég las einhvers staðar.
Ef þið viljið gúggla meira þá notaði ég "preserved lemons" fyrir leitarorð
Hér eru nokkrir linkar sem ég hafði til hliðsjónar þegar ég saltaði sítrónurnar:
og bók sem er ekkert smá girnileg