8.12.2011 | 21:39
Jóladagatal Soffía - 16 dagar til jóla og bbq speltvefja í hádeginu
Jóladagatal...16
Það er hellingur af sætum smákökuuppskriftum á þessari síðu.
Mér finnst koma rosalega vel út að nota silfurlituðu kökuskrautskúlurnar sem jólakúlur á smákökujólatré!
Og svo er sniðug hugmynd að gefa einhverjum snjókallasmáköku í pörtum sem viðkomandi setur saman sjálfur. Sem sagt, margt skemmtilegt á þessu bloggi.
Í hádeginu fékk ég mér kjúklingavefju, langaði í fersk grænmeti en samt eitthvað sem bragð var af, þar kom kjúklingur með bbq sósu sterkur inn. Gott hráefni er lykilatriði og ferskt kóríander og avacado gerir mikið. Ég notaði speltvefjur sem ég keypti út í búð og voru stórfínar.
BBQ kjúklingavefja (fyrir 4)
- 2 kjúklingabringur
- Nokkrar msk bbq sósa
- Salat
- Grænmeti
- Avacado
- Ferskt kóríander, 1-2 lúkur
- pínku sítrónusafi
- Sýrður rjómi, ca hálf dós
- mossarella
- Speltvefur eða tortilla kökur
Skerið bringur í munnbita, veltið þeim upp úr bbq sósu. Steikið á pönnu.
Skerið niður salat og grænmeti. Ég notaði agúrku, papriku, tómata, salatblöð, ferskt kóríander og rauðlauk.
Maukið saman með t.d töfrasprota sýrðan rjóma og lúku af kóríander og smá sítrónusafa. Saltið og piprið eftir smekk.
Hitið tortilla kökurnar í ofn í smá stund. Fyllið þær með kjúklingi, grænmeti, osti og sósu.
Fyrri færslur jóladagatalsins...
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)