Góð ráð til að gera góða pizzu fullkomna - panna á hvolf inn í funheitan ofn

Alltaf gaman að eiga góða vini sem benda manni á skemmtilega þætti um mat.  Þetta eru þættir með manni sem heitir Heston Blumenthal. 

Meðal þess sem hann fjallar um í þáttunum er hvernig maður getur gert pizzu í venjulegu heimiliseldhúsi sem smakkast eins og pizzurnar í Napoli.  Það má finna eitthvað af þessum þáttum á youtube.

Pizzabotninn

Sósan

Áleggið

Mér finnst snilld hvernig hann snýr pönnunni við eftir að hafa hitað hana á hellu og bakar pizzuna á pönnubotninum.

Ég vaaaarð að prófa þetta.  Og viti menn....botninn bakaðist á örskots stundu. Ég var með pizzuna í ofninum í innan við 3 mínútur.  Málið er að nota cast iron pönnu (pönnu úr steypujárni) því hún hitnar vel, en ég átti bara stálpönnu og notaði hana.

pizza

Svo gerði ég þetta aftur, í litlum "sumarbústaðarofni" og notaði pönnukökupönnu.  Þetta er svo mikil snilldar aðferð að nú verður ekki aftur snúið.  Og næsta mál á dagskrá er að versla cast iron pönnu.

pizza

pizza

Og þar sem þessi ofn hitnar ekki alveg jafn mikið og stærri ofnar þá varð pizzan að vera lengur í ofninum. EN, algjörlega miklu betri eldunaraðferð.  Og nb skaptið á pönnunni kemst ekki inn í ofninn fyrir utan að vera úr plasti.  Þannig að það skagar út og ofnhurðin er opin.

pizza

Svo er annar galdur, heeeld ég.... Og það er að rúlla ekki deigið með kökukefli heldur snúa því í hringi á meðan maður klípur það út með puttunum þar til maður er komin með nógu stóran hring.  Þannig hefur maður  ekkert flatt út endana þannig að þeirra verða flöffí og næs.

pizza

Pizza bökuð á pönnu - nokkrir punktar

  • Ef þið viljið hafa þetta Napoli style þá þarf botninn að vera þunnur og áleggið tómatsósa, fersk basil og helst mossarella di buffola, en þar sem ég hef ekki séð svoleiðis í búðum hér heima þá má notast við mossarella.

 

  • Það er best að gera starter daginn áður, blautt deig sem þið blandið svo saman við pizzadeigið.

 

  • Ég mæli með því að taka skinnið af tómötunum og kjarnahreinsa þá eins og ég gerði við tómatana í þessari færslu áður en þið maukið þá í sósu.  Og setjið hvítlauksbita í hvern tómat.

 

  • Ferskur mossarella er lykilatriði, en ekki rifinn plastostur í poka!

basil

  • Svo er málið að notuð sé fersk basilika.

 

  • Hafið ofninn eins heitann og þið getið, best er að baka pizzuna í stuttan tíma.  Aðferð Hestons er að hita ofninn og setja hann svo á grill, pizzuna á funheita cast iron pönnu og eins ofarlega í ofninn og þið getið, svo pizzan sé mjög nálægt grill elementinu.

IMG_0419

 

Ef þið viljið láta reyna á aðferðina hans Hestons þá er hér  búið að útlista nokkuð nákvæmlega hvernig hann fór að í þessum þætti.

Og hér eru ýmsar hugmyndir til að gera góða pizzu betri.


Bloggfærslur 3. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband