26.10.2011 | 15:09
Egg soðin á pönnu
Vinur minn frá Nýja Sjálandi sagði mér að hann hefði yfirleitt gert hleypt egg á pönnu í grunnu vatni.
Þetta er ekki þessi dæmigerða aðferð því þau fletjast út og líta frekar út eins og steikt egg, en skemmtileg aðferð engu að síður, sérstaklega ef maður vill minnka við sig olíusteikingu.
Þá setur maður cm lag af vatni á pönnu og brýtur eggin út í, allt nákvæmlega eins og ef um olíu væri að ræða, nema bara með vatn í staðin fyrir olíu. Ef Þið hafið lok á pönnunni þá gufusjóða þau einnig og mynda húð yfir rauðuna. Ef þið viljið hafa rauðuna blauta passið ykkur þá að sjóða þau ekki of lengi