2.1.2011 | 21:52
Sukk og SVÍNarí - Jólamatseðillinn 2010
Nú eru margir búnir að éta á sig gat. Ég var heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar og rólegheita öll jólin. Tveir fullorðnir og baby.
Við erum þekkt fyrir að bera fram tapasrétti á þessu heimili, fleiri smærri réttir frekar en eina stóra máltíð. Nema á aðfangadag ákváðum við að gera eitthvað hefðbundið og úr varð hamborgarahryggur sem ég keypti hjá Fjarðarkaupum, svaka góður, og ég meira að segja kunni mér hóf. Ég borða mjög mjög sjaldan svínakjöt, en það er eitthvað mjög nautnafullt við hamborgarahrygg, og það er líka eitthvað sem ég borða mesta lagi einu sinni á ári.
Með hryggnum drukkum við svaðalega gott rauðvín, M. Chapoutier, sem fór svo vel með hryggnum.
Á aðfangadag var byrjað á morgunverði, reyktum lax, sem er orðið að hefð og svo kom hver rétturinn á fætur öðrum.
SVÍNARÍ
24.desember
Brunch: Reyktur lax með eggjahræru og avacado.
Síðdegissnakk: Hreindýrapaté á dönsku rúgbrauði.
Grænpiparssalami, höfðingi, ólífuolía og balsamico.
Heitreykt gæs með hindberjavinegrette.
Kvöldmatur: Hamborgarahryggur með soðsósu og sykurbrúnuðum kartöflum.
25.desember
Brunch: Reyktur lax á ristuðu baguette með poached egg.
Jóladinner - tapas style: Hreindýrapaté með sveppasósu, dönsku rúgbrauði og beikon.
26.desember
Brunch: Smjörsteikt samloka með hamborgarahrygg, osti og grilluðum ananas.
Kvöldmatur: Pizza með grænpiparsalami, önnur með hamborgarahrygg og ananas...
SUKK:
Vínlistinn var ekki af verri endanum þessi jólin og við deildum honum bróðurlega með vinum sem sóttu okkur heim yfir hátíðar.
Ég mæli sérstaklega með M. Chapoutier með hamborgarahrygg, snilldarkombó. Amarone-Tommasi er klassík, klikkaði ekki með hreindýrapaté-inu. Chateau Michelle er mjög skemmtilegt vín. Að öðru leiti voru öll þessi vín góð, og maturinn og góða stemmningin hefur eflaust sett sitt mark á þau öll.
Amarone-Tommasi, valpolicella classico, vintage 2007, Ítalía
Amarone, Sartori, Della Valpolicella, 2006, Ítalía
Aglianico del Vulture frá Ítalíu, 2006
M. Chapoutier, Cotes du rhone, syrah frá Frakklandi, 2008 dúndurgott með hamborgarahrygg
Beronia, Reserva frá Rioja, Spáni,2006
Pata Negra, Gran Reserva frá 2002, Valdepenas frá Spáni
Ebeia, Ribera del Duero frá Spáni, 2009
Hécula, Monastrell, 2008 frá Spáni
Red Rooster, pinot blanc frá 2007, Canada
Ibéricos, Crianza, 2007 frá Rioja, Spáni
Chateau Michelle, Cabernet Sauvignon frá U.S.A
Brolio, Barone Ricasoli, Chianti Classico, 2008 frá Ítalíu
Reyktur lax með eggjahræru
- Reyktur lax
- Ristað Fransbrauð, skorið í þríhyrninga
- Graslaukur
- 2 soðin egg (plús ein extra rauða)
- Ólífuolía
- Salt
- 2-3 tsk ab mjólk
Öllu hrært vel saman með gaffli og borið fram með reyktum laxi, brauði og stöppuðum avacado bragðbættum með kóríander, salti og lime.
Matur og drykkur | Breytt 31.1.2011 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)