7.5.2010 | 09:37
Frábærlega vel heppnað föstudags Foodwaves
Við buðum vinum í mat sem okkur hefur hlakkað mikið til að bjóða upp á foodwaves, þar sem þau eru gourmet fólk, bæði tvö.
Allir réttirnir voru snilldarlega bragðgóðir og skemmtilegir, og fengu þeir að sjálfsögðu 5 m, mmmmm.
Vaninn er að þeir sem koma í foodwaves eiga að koma með eitthvað hráefni með sér, það má vera hvað sem er, eitt hráefni eða fleiri, laukur eða humarhalar og allt þar á milli.
Vinir okkar mættu með Wild Poppy Vinegar og White Truffle Aroma ólífuolíu, ekki amalegt það og undirstrikar hversu mikið gourmet fólk þau eru.
Fyrir þá sem vilja vita nánar hvað Foodwaves er þá má lesa allt um það hér!
Vinur okkar eldaði fyrsta rétt kvöldsins
- Einn poki kúfskel
- 1-2 dvergrauðlaukur, smátt saxaður
- Hálf paprika, smátt sökuð
- Marokóskt krydd, Touqe
- Salt
- 1-2 tsk Valmúgaedik
- Baguette
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)