11.5.2010 | 10:16
Salat með granateplum og passion ávextum, einfalt
Hér er svo þriðji rétturinn í foodwaves. Þá var komið að mér að elda eitthvað.
Ég get algjörlega mælt með þessum rétti. Granateplið og möndluRnar voru að dansa saman og passion ávöxturinn smellpassaði með þessu öllu. Fullt af skemmtilegheitum fyrir bragðlaukana.
Misuna Passion salat (fyrir 2)
- 1 Baguette
- Kryddleginn mossarella
- 2 Passion ávextir
- Mizuna salat
- 1 Granatepli
- 1/2 Grilluð paprika í strimlum
- Hálfur poki möndlur
- Ólífuolía
- Maldon salt
Kljúfið Baguette langsum og skerið í tvennt (miða við hálfa baguette á mann) og fyllið með mizuna salati, mossarella og gumsinu innan úr passion ávextinum.
Grillið í rifluðu samlokugrilli.
Ristið möndlur á pönnu og bætið við fræjunum innan úr granat epli og hitið smá. Blandið saman við Mizuna salat og saltið vel með Maldon salti og dreypið vel yfir með góðri ólífuolíu.
Berið fram með samlokunni.
Lokahandbragðið fólst í góðri ólífuolíu og slatta af henni ásamt grófu Maldon salti.