8.4.2010 | 11:32
Mangó Karrý kjúklingur
Þennan rétt þekkja nú flestir en ég var beðin um að setja hann hér inn. Hlutföllin eru nú ekki nojuð frekar en fyrri daginn. En þetta gerði ég:
Mangó Karrý kjúklingur
- 2 kjúklingabringur, skornar í bita
- 400 dl rjómi
- 2-3 hvítlauksrif
- 4 kúffullar msk mango chutney
- 3..4..5... tsk karrí, alveg eftir smekk!
- 2 tsk eða svo af túrmerik
- Salt og pipar
- Olía eða smjör til steikingar
Bringur skornar í bita, steiktar með smjöri eða olíu ásamt kjúkling og karrí, túrmerik, hvítlauk, salti og pipar. Mangó chutney og rjómi settur útí og látið malla. Túrmerik er ekki nauðsynlegt, ég er bara með túrmerik æði. Svo ef þið viljið þykkja sósuna þá má alltaf setja smá af sósujafnara, mér finnst þó betra að hafa hana meira fljótandi.
Borið fram með naan brauði.